Sko, verð þróunin á skjákortum er að fara í klessu, næstu kort frá 3dfx og nVidia munu kosta $800, og byrjað er að taka við preorders á Voodoo5 6000 og verðið á því rusli er um 80þús íslenskar krónur. Sko fólk kaupir ekki svona kort, GeForce2GTS sem er verið að selja á 35-40þús, það er allt allt of mikið fyrir það sem þú ert að fá fyrir peninginn. Geforce2 MX er miklu betra á þennann hátt, þú færð mun meira fyrir peniniginn. Ég mæli t.d. ekki með því að fólk fái sér 1Ghz PIII með RDRAM minni bara út af því að það er örlítið hraðara en 1Ghz Athlon með SDRAM, en þú borgar langt um minna fyrir Athlon vélina.
Þó að Computer.is panti frá tævan segir það ekki að vörurnar séu lélegar, þeir eru að kaupa merkjavöru og það skiptir engu máli hvar sú vara sé keypt því að hún kemur alltaf frá einum stað. Og bara svona til að láta þig vita, þá er mest allt tölvudót framleitt í tævan og þeir hafa mestu reynslu á þessu.
Annars þá veit ég líka að computer.is er í eigu tæknibæs og einhvers útlenskt fyrirtækis, tæknibær er rusl fyrirtæki og ég veit ekki með þetta útlenska. Ef þú færð vöruna sem þú villt á lægra verði en annarstaðar þá skiptir hitt engu máli.