DreamCast(ie Sega) eru komnir með mjög sterkan markað sérstaklega í Evrópu er mér sagt. Playstation 2 er svo ný. Það eru fáir leikir(2/) á móti hinum 150+ leikjum á DC (veit ekkert hvað þeir eru orðnir margir). Svo er modem support eitthvað sem Sony gleymdi að hugsa um. 10% af þeim sem keyptu PSX2 í Japan voru Japanar sem vantaði ódýran DVD spilara en ekki til þess að spila leiki. Svo var developer support mjög slæmt hjá SOny á meðan Sega gaf öllum developer geðveikt support. þannig að það hefur verið erfiðara að búa til leiki fyrir PSX2 en DC. Svo var DC mjög stórt stökk frá 32 bita tölvunum sem er mjög jákvætt. PSX2 er ekki svo mikið stökk frá DC þannig að PSX2 er ekkert rosalega spennandi nema það að PSX2 er með DVD. Svo er PSX2 svo hrikalega dýr. það kostar um 400-500 dollara að fá PSX2 tölvu sem hægt er að leika sér með. maður fær tölvuna sjálfa með einum Stýrispinna(það á að fylgja tveir, meira að segja Sega klikka á þessu og Nintendo einnig) Það þarf svo að kaupa memory card. DVD stýrispinna, Auka stýrispinna og svo einn leik þar sem það fylgir enginn með tölvunni sjálfri, ekki einu sinni demo diskur.
[------------------------------------]