Þetta er sjónvarpsflakkari svo það getur vel verið að það sé búið að formatta hann. Ég get mér svona til um þess, það þarf væntanlega eitthvað stýrikerfi svo diskurinn geti “sjónvarpast”. Bara svona gisk útí loftið, hef bara einu sinni komið nálægt svona áður en sá var gallaður og kveikti ekki á sér…
Virkar að setja hann í samband við sjónvarp?
Annars í Control Panel ættirðu að finna Adminstrative Tools einhversstaðar og þar inni á að vera tól sem heitir Computer Management. Þar í listanum til vinstri finnurðu Storage og undir því Disk Management. Þar á að vera listi yfir alla diska sem eru tengdir við tölvuna og einfalt að hægri smella og velja format ef þú finnur flakkarann þar. Farðu samt varlega, það er alveg jafn einfalt að formatta c:/ !