Til þess þarf ég að fá mér ADSL-módem (ég hef svo sem einu sinni sett það upp áður annars staðar). Málið er að ég er með 4 vélar, 2 laptop (ég og konan) og svo tvær turntölvur.
Spurningin er sú hvort að hægt sé að komast hjá því að gera aðra turnvélina að netþjóni (hún hringir inn, og hinar vélarnar tengjast í sviss sem er tengdur í þessa) þar sem að það eru svo mikil læti í þeim (t.d. ef ég er bara að vinna á laptopnum og nenni ekki að heyra suðið úr turnvélinni).
Ég sumsé sá auglýsta svokallaða ADSL-routera. Ekki veit ég neitt um þá og spyr því hér.
Er þetta svona stand-alone stykki sem að ég tengi allar vélarnar í og svo hringir ein þeirra inn (sama hver), eða þarf hver og ein sem tengir sig við það að hringja sjálf inn… eða hvað?<br><br>–
Summum ius summa inuria
Summum ius summa inuria