Sælir hugarar.

Ég er með AMD K7 Thunderbird 1000mhz með MSI K7T Pro 2-A móbói, 512 mb SDRAM.

Fyrir 2 dögum var ég í tölvunni þá gerðist sá skrýtni hlutur að það heyrðist klikk einsog þegar móbóið slekkur á tölvuni, það sem gerðist var að kom black screen og skjárinn fór bara í standby, ég restartaði auðvita bara tölvunni og allt gott með það en þá gerðist þetta aftur, ég prófaði allan vélbúnað tók allt úr og lét nýtt í þar á meðal nýjan minnis kubba, ég er með 2 harða diska og 2 cds, þegar ég tók allt út sambandi nema einn harðadiskinn þá virkaði þetta, ég skyldi ekkert en prófaði að vera í tölvunni í smá stund, þá ákvað ég að skella hinum disknum í samband og gá hvort ég myndi lenda í sömu vandræðum það gékk ágætlega og var í cs í 35 min þangatil þetta gerðist aftur. Hefur einhver hugmynd um hvað gæti verið að, þetta er mál er að gera mig gráhærðan. (P.S þetta gerist í öllum OS-installers eða hverju sem er)

Kær kveðja Haukur.
Haukur.