Jámm…
Eins og ég sagði er þetta mitt persónulega álit!
Ég var með GeForce kort á VIA móðurborði. Það var sama hvaða driver ég notaði, windows default eða detonator, það var alltaf sama sagan. Vélin var sífrjósandi og alltaf sami nvidia eitthvað dll fæll með error. Reyndi tvisvar fresh install á XP en alltaf sama sagan. Kannski ekki alveg hægt að kenna “bara” GeForce kortinu um, en það er víst staðreynd að VIA, SB Live! og GeForce er ekki gott saman. Henti ruslinu og fékk mér móðurborð með ALI kubbasetti (ASUS A7A266), ATI Radeon skjákort og vélin hefur ekki krassað síðan. B.t.w. notaði gömlu XP uppsetninguna, þ.e. installaði ekki XP aftur þótt ég hafði skipt um móðurborð og skjákort. Uninstallaði bara VIA og GeForce dótinu áður. Virkar 100% núna.
Ég byrjaði á að fá mér Radeon kortið en því miður vildi Abit KT7A móðurborðið ekki posta :( Þannig að ég fór á stúfana og fann þetta fína ASUS borð með SDRAM og DDRAM raufum þannig að ég gat notað gamla góða SDRAM'ið áfram.
Tek aftur fram að þetta er bara mitt persónulega álit! Ég var einfaldlega búinn að fá mig fullsaddann á þessu veseni.
Ég veit að yfirleitt er GeForce til friðs, en ég vildi einfaldlega ekki taka áhættuna þar sem meiningin var alltaf að nota gamla móðurborðið aftur :)
Vona að þetta svari spurningunni þinni.
PS. Ef einhverjum vantar Abit KT7A RAID móðurborð og GeForce 256 DDR skjákort ódýrt, endilega hafðu samband :)
BOSS
There are only 10 types of people in the world: