Er að skoða með að kaupa mér fartölvu þessa dagana og spurningin er hvað maður ætti að kaupa.. er ekki að leita að ódýrustu “plast” vélunum heldur vantar einhverja öfluga og eigulega. Búinn að vera að skoða hjá tölvutek og tölvulistanum og svo eitthvað á netinu líka. Er í lagi að kaupa tölvur á netinu, maður veit ekki hvort maður treystir því t.d. eru UKbeint.is að bjóða frábær verð á tölvum, allavega ódýrasta sem ég hef séð en þori varla að kaupa af netinu. Hafið þið reynslu af því ??