Skjákort-HJÁLP!
Þannig er mál með vexti að þegar ég keypti tölvuna mina 2007-2008 þá var í henni skjákortið NX8800GTS og það skjákort var frábært og reyndist mér vel, gat spilað alla leiki og upplausnin mjög góð. Svo bilaði þetta skjákort núna um daginn og ég fékk í staðinn N450GTS ( http://www.att.is/product_info.php?cPath=41_138_139&products_id=6395&osCsid=6b7261d9d172a62ff1029064ee9755a6 ) og upplausnin er hreint út sagt skelfileg miðað við hitt. Þar sem að ég veit lítið sem ekkert um þetta þá var ég að velta því fyrir mér hvort að núverandi skjákortið mitt sé bara svona hrikalega lélegt eða hvort að eitthvað meira liggi að baki?