jó, þannig er mál með vexti að ég náði mér í nýtt power supply því að það heyrðist einsog flugvél í því sem ég var að nota.

næ mér í nýtt sem á að virka í sambandið vött og það, ég tengi það og allt gengur vel en þegar ég kveiki.. gerist akkúrat ekkert svo eftir að ég skoða einhvað prófa ég að henda gamla psupplyinu í og það gerist ekkert

ég heyri að það kemur rafmagn á, kemur svona rafmagnshljóð ef þið vitið hvað ég á við, er búinn að skipta um snúrur, millistykkið virkar og allt það, gæti verið að móðurborðið sé dautt eða hvað?

svo hefur örgjorvin verið að ofhitna hjá mér í einhvern tíma sem orsakaði það að talvan hefur verið að frjósa hjá mér einstöku sinnum í einhvern tíma, gæti það verið e-h?

er með GIGABYTE GA-EP45-UD3 móðurborð
dual core einhverneigin örjörfa
pci-e skjakort

afsakið skort á upplýsingum um vélina þekki þetta ekki alveg nógu vel, vona það breyti engu.

ég spyr ykkur herramenn, hvar liggur rót vandans? :)

fyrifram þakkir:]
trausti