Jæja þarf helst að fá einhverjar reynslusögur hér um ákveðið mál.
Ég hef verið að reyna að nota seinna rásina á 2ja rása dual-channel borði til þess að bæta við vinnsluminnið. Þetta er DDR2 móðurborð með P43 chipsettinu frá Intel og tveimur dual-channel rásum.
Vélin mín er búin að keyra hnökralaust á vinnsluminninu sem var fyrir á fyrri rásinni, Corsair Dominator 2x1GB DDR2 PC8500 (1066MHz). Svo vildi ég bæta við 4GB á seinni rásina og keypti Mushkin minni 2x2GB DDR2 PC8500, skellti þeim í og fékk tóm vandamál til að byrja með. Tölvan þóttist ýmist ekki finna stýrikerfisskrár eða jafnvel ekki diska, eða keyrði sig eitthvað aðeins lengra upp en blue-screenaði þá.
Ég tók upp á því að prófa vélina á bara öðru minnisparinu, bæði því gamla (gekk fínt) og því nýja (gekk einnig fínt) nema hvað að nýja parið vildi greinilega segja borðinu að keyra minnis-businn á 800MHz í stað 1066MHz. Ég fór því í BIOS-inn og fór að taka úr Auto stillingum og þvinga businn í 1066 og eins voltin upp í 2.1V sem er gefið upp frá framleiðanda fyrir þennan hraða. Eftir það gat vélin keyrt á nýja minninu vandamálalaust. Þá kom að því að ég vildi reyna að nota gamla minnið sem einnig er gefið upp frá framleiðanda að eigi að keyra á 2.1V með nýja minninu, hélt stillingum í BIOS óbreyttum, þ.e. fast stillt á 1066MHz og 2.1V. Vélin keyrir við þetta vandamálalaust upp WinXP, keyrir hnökralaust í gegnum minnistest en blue-screenar á Win7-64bita kerfinu (nb. Win7 keyrði eðlilega upp bæði á gamla minninu sér og nýja minninu sér).
Nú spyr ég kæru snillingar, á það virkilega að vera svona “trikkí” að stækka við vinnsluminni hjá sér og ef menn hafa svipaða reynslu hvað hafa menn þá tekið til bragðs, þarf að fara að fínstilla timings fyrir minnin líka í BIOS eða er þetta almennt vandamál að minnispör frá sitt hvorum framleiðanda geti ekki unnið saman.
Vinsamlega lesið vel lýsinguna hér á undan og íhugið áður þið hendið í mig svörum.
Með von um góð og gagnleg viðbrögð,
Kveðja Reyni