Aumingja Intel hefur verið í hrikalegaum vandræðum þetta árið, og það er ekki endilega AMD að kenna.
Í byrjun ársins þá þurftu þeir að endurkalla öll i810 og i820 móðurborð, út af því að MTH kubburinn sem er controlerinn fyrir SDRAM var bilaður, RDRAM virkaði samt.
AMD er á undan upp í 1Ghz, og byrjar að selja það, Intel aftur á móti getur ekki búið til nægilega marga örgjörva. Þeir ná ekki heldur að gera nóg af 933mhz örgjörvum. Út frá þessu þá höfum við orðið “paper launch” þegar örgjörvinn er kominn út á pappír en það er ómögulegt að nálgast hann.
Intel gefur út 1.13Ghz, þarf að endurkalla alla örgjörvana vegna galla. Intel með hraðast 1Ghz á meðan AMD er með 1.2Ghz.
Intel er með samning við Rambus, Intel neyðist til að gera bara RDRAM móðurborð næstu þrjú árin.
Rambus byrjar að kæra alla og fær slæmt orð á sig. Þetta á við Intel líka, því að Rambus og Intel er samstarfsaðilar.
P4 stendur sig illa, 1.4ghz álíka hraður og 1ghz PIII.
P4 chipsettið i850(minnir mig) er gallað.
Plönin hjá Intel áhættla að P4 verði orðinn mainstream örgjörvi árið 2002.
Intel neyðist til að semja við VIA um að gera chipset fyrir P4.
Það er meira, en ég bara man það ekki :)