Ég er að fara fá mér nýja tölvu og það hefur verið að flækjast fyrir mér hvaða skjákort og örgjörva ég ætti að fá mér.

Ég hef verið að reyna að skoða þetta á eigin spýtur á netinu en það hefur ekki gert mikið meira en rugla mig.

Tölvan verður aðallega notuð fyrir leikjaspilun og er ætlunin að hafa hana nokkuð high-end.

Ég er tilbúinn að fara upp rúmlega 60.000 kr. fyrir hvort. (þ.e.a.s. 60 þús. fyrir skjákort og 60 þús. fyrir örgjörva).


Ég hef verið að spá í GeForce GTX465 (http://www.computer.is/vorur/7521/) og
GeForce GTX470 (http://www.computer.is/vorur/7518/).

Er svo mikill munur á milli þeirra, miðað við verðmuninn?
Svo er ég einnig opinn fyrir ATI kortum, en ég þekki lítið inn á þau og ég þekki ekkert inn á örgjörva.

Einhverjar hugmyndir?

Btw: Er það rétt munað hjá mér að AMD örgjörvar fari best með Nvidia kortum og Intel best með ATI kortum?
Ég er Sterinn.