Sælir,
Er með eitt stykki fartölvu hérna.
Vandamálið er þegar ýtt er á shift hvort sem það er sá sem er vinstri eða hægra megin þá tekur tölvan á því að skrifa einhverja stafi af handahófi, tabast á milli glugga og gerir allan fjandann.
Þetta gerist bara þegar að shift takkarnir eru notaðir.
Þetta getur ekki verið vírus þar sem að hún hegðar sér svona líka þegar ég er búinn að henda öllu út (formata) og tekur uppá þessu þegar Windows byður mann um að búa til user og lykilorð í fyrsta sinn.
Veit einhver hvað þetta gæti verið?