Var að spila World of Warcraft um daginn þegar ég tók eftir því að FPS-ið fór að minnka töluvert. Áður hefur það alltaf verið í 60 FPS(sem ég held að sé það hæsta mögulega) en svo fór það að detta niður í 20-30 ef ég t.d. horfi yfir stórt flókið landssvæði.
Þessu minnkandi FPS-i fylgir svo óþolandi suð úr tölvunni, þeas þegar FPS-ið er lágt er suðið hátt og þegar FPS-ið er hátt er suðið lágt.
Ég gruna að þetta hafi eitthvað með vinnsluminnið að gera en hef í raun enga hugmynd.
Hjálp væri vel þegin.