Ég er að fara að fjárfesta í fartölvu á næstunni. Ég er nú ekkert mikill tölvuleikjaspilari en hugmyndin er samt að hún geti keyrt nýja leiki í ágætis gæðum. Veit að borðtölvur eru betri í það en eins og ég segi þá þarf hún ekkert að keyra þá í mestu gæðum.

Verðið má ekki fara mikið upp fyrir 160.000 kallinn.
Hér eru tvær sem ég var að hugsa um:

http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1311
https://www.okbeint.is/hpbeint/product/getProduct.do?openProduct=WB904EA

Sýnist þær geti báðar keyrt einhverja leiki en ég veit bara alls ekki nóg um þetta. Einhver sem veit meira um þetta en ég sem gæti sagt mér eitthvað um þetta (eða mælt með einhverri annarri tölvu)?