Það vill svo leiðinlega til að borðtölvan mín( 3 mánaða) virkar bara við Túpuskjái. Var með hana við Lcd skjá á lani sem hætti að virka þegar að ég kom heim og tengdi hana. Þegar að ég tengdi Lcd skjáinn við fartölvuna þá virkaði hann vel. Fyrir rælni þá tengdi ég Túpuskjáinn gamla við tölvuna og hann virkaði vel.

Móðurborð : Man ekki
Örgjörfi : Socket AM3 - AMD Phenom II X2 550 Callisto 3.1GHz 80W Dual-Core
Skjákort : ATI radeon hd5770 ( gigabyte)
Vinnsluminni : DDR2 Minni 800MHz - CSX Twinpacks 4GB CL5 2x2GB
Hljóðkort : Það sem er á móðurborðinu
Aflgjafi : 500w - Fortron Bluestorm II ATX 2.2 120 mm Vifta

Harður diskur:

Bætt við 16. apríl 2010 - 11:28
Móðurborð = Msi 770T-C45 (AMD 770 Chipset Based)
Niva!