Vona að það sé einhver sem getur og nennir að hjálpa mér með Lexar minniskubb sem ég notaði á myndavélina mína og er eh bilaður.
Þannig var að ég tók kubbinn úr myndavélinni og setti í tölvuna mína og það gekk eitthvað illa að skoða myndirnar í fyrstu, exploerinn var að frjósa og svona. Svo datt ég út úr öllu saman og reyndi svo að fara aftur inn í kubbinn og þá var ég spurður hvort ég vildi formatta kubbinn til að geta skoðað hann og ég ýtti á yes og þá kom upp gluggi um að allar myndir myndu eyðast og ég ýtti þá auðvitað á cancel. Núna get ég ekki skoðað kubbinn og myndavélin getur ekki lesið kubbinn, kemur bara memory card error.
Er eh sem veit hvað ég þarf að gera til að laga kubbinn og bjarga þessum gögnum sem eru á honum?