Halló allir.
Mig langar aðeins að spyrja ykkur um dvd spilara.
Ég er með dvd í tölvunni og hef gert tilraunir til að tengja það við sjónvarpið en það hefur ekki virkað hingað til. Ég er reyndar ekkert viss um að ég sé með réttu snúruna eða sé að tengja hana rétt, eða hvort tölvan ráði við þetta(hún er orðin soldið gömul). Ég hef heyrt að þetta sé bölvað vesen að gera þetta. Eruð þið að nota dvd drifið í tölvunni ykkar til að horfa á myndir í sjónvarpinu??? Er mikið mál að tengja það? Eru það allveg jafn góð gæði?
En ef maður myndi nú ákveða að fá sér bara venjulegan dvd spilara hvað þyrfti maður að hafa í huga þegar maður velur þá?<br><br><a href="http://maggi.hamstur.is">maggi.hamstur.is</a>Er heimasíðan mín.<br /> Gerið það fyrir mig að fara ekki þangað, því ég nenni ekki að fá ykkur.