Sælir
Ég er í vandræðum með að ná tölvunni minni almennilega í gang og ekki veit ég alveg hvað er að.
Þetta byrjaði fyrir svona 3 dögum að þá slökknaði á skjánum, en hann var samt í gangi, þannig það slökknaði bara á myndinni á skjánum, svo núna dag þegar ég ætla kveikja á tölvunni þá get ég ekki séð neitt á skjánum þrátt fyrir að öll ljós séu í gangi(ath fínu lagi með skjáinn). Þannig ég opna tölvuna í kvöld til að hreinsa rykið og skoða hvað er að, og það virðist sem aflgjafinn sé annaðhvort uppgefinn eða þá vandamál með örgjafaviftuna eða eitthvað. Viftan byrjar og stoppar aftur og aftur. Ennþá meira þá kveikist ekkert á viftunni í aflgjafanum, eins og það sé ekki nægt afl í aflgjafanum.
Hafiði þið eitthverja hugmynd hvað er í gangi?