Þannig eru mál með vexti að tölvan mín frýs oft algerlega. Þá meina ég að hún frýs ekki bara að hluta til heldur er hún algerlega frosin og ég þarf að slökkva á aflinu til að slökkva á tölvunni. Þetta hefur verið vandamál lengi og þetta stöðvaði ekki þegar ég upgradeaði tölvuna mína (skipti um allt nema harða diskinn, diskadrifið og turninn). Ég veit ekki alveg hvar vandamálið er, en ég vona að þið getið hjálpað mér.
Örgjörvi: Intel Core i5
Móðurborð: ASRock P55
Skjákort: Radeon HD5750
Hljóðkort: ATI (man ekki nákvæmlega týpuna)
Vinnsluminni: 4 GB
Harður diskur: 250GB SATA man ekki hvaða týpa
Aflgjafi: 550w man ekki týpuna