Sælir félagar.
Nú er ég í allra verstu klípu sem ég hef verið í hvað varðar tölvumál á ævinni. Borðtölvan mín krassjaði og aðal harði diskurinn er í ólagi. Ég fór með hann í Tölvutek og fékk þessa lýsingu:
Harður diskur tengdur við sérútbúna prófunartölvu og byrjar strax að rjúka úr honum reykur. Harður diskur aftengdur samstundis og er hann í ólagi. Prentplata á hörðum diski er í ólagi og er því ekki mögulegt að ná gögnum af disk.
Vilji eigandi gera frekari tilraunir til gagnabjörgunar gæti hann haft samband við Kroll Ontrack (169 þús+10þús) eða retrodata.co.uk.
Hann sagði einnig að ég gæti prófað að leita að drifinu á netinu. En ég kann ekki alveg svona tölvumál. Þarf ekki að vera sama módelnr.? Þarf eitthvað fleira?
Hann er Western Digital: WD1600: WD Caviar
MDL: WD1600BB-22GUA0
Ég fór einnig í EJS sem sögðu mér að gagnabjörgun 3 (sem ég þyrfti) kostaði 32þúsund.
Ég er búinn að prófa allt! Frysta hann og allt!
Ég tími ekki yfir 15-20 þúsundum. Hvað get ég gert?
Hjálp!!