Sælinú. Er með (software) RAID 0 array á borðvélinni minni (2x 500GiB Samsung Spinpoint diskar), búið að virka fínt í eitt og hálft ár eða svo. Svo í morgun þegar ég ræsi vélina þá tilkynnir BIOS-startup dæmið mér að annar diskurinn í RAIDinu hafi failað, og CHKDSK startar. Það keyrir, vélin rebootar, sama. Ég get skippað CHKDSK og bootað windows (Vista - jájá ég veit, það sökkar, hef bara ekki komið mér í að upgrade'a í 7 ennþá). Þá fæ ég lítið ljótt icon í system trayið sem segir mér það sama, og bendir mér á að backa upp gögn, sem var auðvitað það fyrsta sem ég ætlaði að gera hvort eð er. Er búinn að því núna, allt mikilvægt er komið á flakkara.
Hvað er næsta skref? CHKDSK virtist ekki ráða við að laga vandamálið. Driverinn vill ekki segja mér neitt relevant, annað en að “a hard drive has reported a read or write to it has failed.” Hef ekki tekið eftir neinum gagnamissi eða neinum hnökrum yfir höfuð, öðrum en viðvörunum frá RAID drivernum.
Peace through love, understanding and superior firepower.