Sælir

Búin að lesa þráða hér um tölvukaup en langaði að varpa fram spurningu.

Ég var að spá í að kaupa mér tölvu með Ati 5850 kortinu.
Tölvan má kosta frá 220-260 þús með öllu. (innifalið þarf að vera windows7, þráðlaust 300 bita netkort og 2 harðir diskar (raid 1)).

Búin að pæla mikið í þessu og er að ,,rakka" frá AMD örgjörva upp í i7.

Hvernig mynduð þið setja upp draumavélina ykkar, og hvar myndið þið kaupa hvern íhlut fyrir sig ?

Er einhver sem er búin að pæla mikið í þessu ? Manni langar að vera fullviss um að maður sé að kaupa réttu samsetninguna.