Er búin að vera að bíða lengi með það að uppfæra tölvuna mína, of lengi. En nú er windows 7 komið og það er ágætlega hentugur tími til þess að láta vaða.
Ég hef hinsvegar ekki keypt mér tölvu í fjölda ára og veit í raun lítið um tölvuverslanir á Íslandi, kíkti á heimasíðu tölvutek og fann þetta.
Hefur í raun allt sem ég held ég þurfi, fyrir high-end leikjaspilun og almenna afþreyingu. Myndi mögulega bæta minnið en það er alltaf hægt að gera það seinna.
Það sem ég er einna helst að pæla í er að skipta út örgjörvanum fyrir ÞENNAN
Turn Tilboðið
Það sem ég hef einnig áhyggjur af er að þeir reyni að rukka mig um fullt af peningum fyrir þessi skipti þó so þessi örgjörvi kosti einungis 5 þúsund krónum meira, og hvort hann virki almennilega með þessu móðurborði.
Wall of text end.