Sælir nú.
Heyriði, er með eitt mjööög stórt vandamál.
Er með glænýja toshiba fartölvu frá elko … kostaði um einhvern 150 þús kr og var keypt fyrir svona 1 mánuði.
Er buinn að nota hana grimmt enda vinn ég frekar mikið á tölvuna mína.
Svo allt í einu fór eitthvað lítið icon að poppa upp í taskbar-inu mínu… þegar þetta icon poppar upp festast báðir örgjöfarnir mínir í 100% og ég get varla unnið á tölvuna mína hún verður svo hæg.
Ef ég set músarbendilinn fyrir ofan þetta litla icon þá fæ ég þetta nafn upp ,, OggDSF ‘'. Ég get ekki klikkað á það né lokað því.
Eina lausnin er að opna TASK MANAGER og finna eitthvað program sem er að nota 99-100% af örgjöfunum. Það er eins og talvan velji sér bara forrit hverju sinni sem er opið og ,,kennir’' því um þetta. Setur 100% vinnslu á það.
Stundum er það U-torrent að kenna, stundum Sony Vegas, Windows Media Player, MSN, Google Chrome o.sfrv….. þið skiljið mig.
Svo þegar ég loka einhverju forriti sem er með 100% þá hverfur iconið…
Stundum birtast 1,2,3 eða 4 svona icon á sama tíma.
Hvað er eiginlega í gangi ?
Þetta er að gerast alveg 15-20 sinnum á dag:S
Hérna er mynd sem ég gerði sem ætti að skýra þetta aðeins betur.
Þigg alla hjálp, þetta er einstaklega pirrandi !
Mynd af þessu :
http://img24.imageshack.us/img24/6238/vrus.jpg