Ég held að þú finnir ekki neitt forrit sem myndi virka beint á milli ykkar tveggja þar sem að hvorugar tölvurnar ykkar gætu virkað sem “host”. Eini möguleikinn væri að finna forrit sem myndi láta öll samskipti fara í gegnum þriðja aðila (þeas. tölvu) sem væri með “raunverulega” ip tölur sem myndi þá hosta spjallið ykkar.
Ef að annar ykkar notar PC vél sem router eruð heppnir vegna þess að þar gætuð þið keyrt “serverinn”. Hins vegar veit ég ekki hvaða forrit þið gætuð notað en fyrir einhverjum árum var ég að fikta í forriti sem hét “CuSeeMe” en ég veit ekkert hvort það er ennþá til. Það virkaði þannig að maður tengdist server en kannski virkaði hann bara einsog “meeting point” og svo fóru öll samskipti fram beint á milli “clienta” einsog það er yfirleitt (Morpheus, MSN, IRC (þeas. skráarflutningur)).
Izelord og BOSS:
Vonandi var þetta ekki meint sem vitsmunalegt svar hjá ykkur… :)