Hæ hó, ég er í smá veseni að finna mér lyklaborð. Ég ætlaði að kaupa mér Razer Lycosa en þar sem það er vesen að fá það þá er ég að spá í G19.
Það eina sem er að stoppa mig núna er hvort ég fái það sem ég vill fyrir góða og þægilega leikjaspilun. Þetta eru nú 30 þúsund krónur svo ég er svolítið smeikur við að kaupa það. Ef einhver sem á það getur sagt mér frá sinni reynslu og aðrir geta komið með álit á hvað ég ætti að gera.
Kostnaðurinn er ekkert að stoppa mig en ef þið eruð ekki að hafa góða reynslu eða finnst það ekki þess virði endilega skiljið eftir álit.