þar sem vinur þinn er með k6 örra þá getur hann ekki verið stærri en 550 mhz og ætti þar með ekki að taka mikið rafmagn. þar sem ps er 300 þá ætti það ekki að vera að erfiða mikið við þetta og þá ekki hitna mikið. nema auðvitað vinur þinn sé með mikið af aukabúnaði í tölvinni. en þar sem þetta er að “virka” þá ætti hann ekki vera að “erfiða” og þá ekki að hitna mikið.
flest ps geta runnað þótt viftan sé biluð eða búið að unplugga hana en ég mæli ekki með því, styttir líftíma þeirra.
þegar ég var að irca á nóttunni í gamla daga þá unpluggaði ég alltaf allar viftur í tölvunni, ég Þoldi ekki hávaðann!!. tölvan fraus aldrei eða bilaði aldrei við þetta. ég var nottla bara að irca. Tölvan virkar enn þann dag í dag.
Núna á ég Fartölvu og þarf aldrei að hafa áhygjur af viftuhávaða :)
hmm… það er ekkert sjálfgefið að powersupply sé 300w …. fannst það einhvernveginn á þér að þú værir að gefa það í skyn..<br><br>Of all the things I´ve lost it´s my mind I miss the most…
Ég er með eina rellu hérna sem ég hef verið að fikta með linux og windows, er amd k6 300mhz, og psinn hefur verið með bilaða viftu í 2 ár, þangað til í síðustu viku þegar ég skipti um hana, og þetta hefur gengið án vandræða.<br><br>Takk fyrir daginn takk.
Það eru líka til PSU sem stýra hraðanum á viftunni eftir álagi, til dæmis keyrir viftan mín mjög hægt. En ef þessi vifta er alveg stop, þá er hún líklega biluð. Ef það er mikið álag á PSU-ið þá á það líklega ekki mjög langt eftir.
Kveðja AleTek <br><br> — Any sufficiently advanced bug is indistinguishable from a feature.
Viftan aftan á Power Supplyinu hefur því mikilvæga hlutverki að gegna að halda loftflæði gangandi um tölvuna. Án loftflæðis eykst hitinn í tölvunni sem styttir líftíma allra íhluta verulega auk þess ýmis vandamál gera vart við sig og þá má helst nefna það að tölvan frýs mun oftar.
Ég mæli með því að þið skiptið um viftu hið snarasta. Að skipta um viftu er ekkert erfitt. Bara skrúfa nokkrar skrúfur. Í leiðinni gæti verið sniðugt að losa sig við allt ryk sem hefur safnast saman í gegnum árin og fyrir utan það að leggjast utan á íhlutina og koma þannig í veg fyrir að hiti nái að komast frá hlutunum (þeas. einangrar hitann) þá hindrar það loftflæðið verulega. Ég hef séð Power Supply sem voru full af ryki, og þá meina ég full! Það hlýtur að valda brunahættu.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..