Sælir nú. Er að velta fyrir mér hvaða fartölvu ég eigi að kaupa mér og svona í sannleika sagt þá hef ég ekki HUGMYND um hvað ég á að fá mér !

Budgetið leyfir aldrei hærra en 170 þús kr og þvi þarf ég að velja eftir því. Var að pæla hvort að þið gætuð aðstoðað mig eitthvað við valið ?

Það sem ég ætla að gera í tölvunni :

Myndvinnsla ( Photoshop, Adobe Premiere, After Effects )
Football Manager 09
Hlusta á tónlist.
Geyma mikið af gögnum ( 120gb+ allavegana )
MSN
Internet vafr


Þið sjáið að það sem á eftir að mæða mest á vélinni eru klárlega öll myndvinnsluforritin og því þarf ég tölvu sem ræður við það. Endilega bendið mér á eitthvað sem þið haldið að gæti nýst mér vel

ATH : Budgetið nær vissulega uppí 170 þús en ég væri ótrúlega ánægður ef þið gætuð bent mér á einhverjar fartölvur sem kosta minna en það. 100-140 þús. Í versta falli eyði ég 170 þús ef þess þarf.