Þannig er það að núna nýlega byrjaði byrjaði tölvan mín að crasha í hvert skipti sem ég spila leiki, sem ég gat áður spilað gallalaust. Ég er með nýuppsett windows 7 RC7100 í tölvunni, en þetta byrjaði með W7 RC7058, en samt crashar hún stuttu eftir að ég byrja í einhverjum leik.
Ég var að setja það upp. Ég var búinn að nota RC7058 í c.a. 2 mánuði, jafnvel meira, án þess að þetta gerðist en núna nýlega byrjaði þetta allt í einu að gerast. Þetta gerðist fyrst sem sagt í RC7058 en er ennþá í RC7100. Finnst líklegast að þetta sé hardware-related.
Á minni tölvu virkaði win 7 beta build 7000 vel. En þegar ég set win 7 beta build 7000 RC útgáfuna upp krassar hún um leið og ég set skjákortið inn. Virkar eftir install en krassar í næsta starti :( Notaði XP driverinn í báðum tilvikum. Kveðja.
Skjákortið virkar fínt í annari tölvu með sama OS, með öflugri og nýrri aflgjafa, en annars c.a. sama hardware. Hins vegar virkar annað lélegra kort í minni tölvu. Er farinn að hallast að því að aflgjafinn gæti verið farinn að ofhitna, myndi skýra margt þar sem hann er gamall, auk þess sem hann er það kraftlítill að ef hann fer að hitna mikið missir hann væntanlega afl niður fyrir kröfur m.a. skjákortsins.
Ef það er einhver sem hefur betri hugmynd væri hún vel þegin.
HWMonitor sýnir ekki upplýsingar um aflgjafann, bara chipsettið og fleira. Í öðru lagi er móðurborðið næstum nýtt, og það virkaði líka með öðru, lélegra skjákorti.
Þú kannt að LESA ! Þetta sýnir hita og þau volt sem aflgjafinn gefur . Ef nöfnin sem þú nefnir væru ekki væri ekki hægt að sýna um viðkomandi hlut. Fyrir aflgjafann eru 3 flokkar , Value er það sem hann á aðgefa plús mínus eitthvað í skekkju. Min er það sem hann gefur undir álagi ! Max er þá ekkert álag ! Náðir þú þessu ? Skoða þetta svo nánar , þetta virkar og er marktækt ! Kveðja.
Rólegur kallinn, ég er ekki algjör hálfviti, mér er nokkuð sama hvað fer mikil spenna inn á chipsettið og það, það segir mér ekkert um hvort aflgjafinn sé að ofhitna undir of mikilli vinnslu.
Bætt við 1. júní 2009 - 23:16 P.S. þetta þarf ekki einu sinni að vera ofhitnun, gæti þess vegna bara verið ónýtur aflgjafi
Hehe, hljómar verra en ég meinti. Það sem ég á við er að það þýðir ofboðslega lítið að segja einhverjum að ná sér í forrit, sem sýnir ekki áreiðanlegustu tölur sem ég hef séð verð ég að viðurkenna, og segja honum bara að athuga inngangsspennu og síðan ekkert meira, hvað í ósköpunum á maður að gera við þær tölur.
Prófaðu að boota stýrikerfi af Live CD á vélina og sjá hvort hún virki stöðugt í því umhverfi, ef svo er, þá er þetta software vandamál, ekki hardware.
Ég er búinn að laga þetta, fékk mér Diagnostics tool og tékkaði memory dumpið sem sagði að skjákortsdriverinn hefði festst í infinite loop. Núna er ég samt með annað vandamál, sem ég ætla að posta á morgun.
Nýja vandamálið var að Windows gat ekki installað á neinn af diskunum mínum, en ég er búinn að laga það líka. Vandamálið virðist vera það að ef maður er með disk með unsupported FS eins og EXT í fyrsta disknum getur windows ekki partitionað neinn disk (Þannig að maður þarf að taka þessa diska úr sambandi).
Kannast við þetta. Hef einmitt lent í því sama. Rífur bara alla diskana úr sambandi nema diskinn sem kerfið verður uppsett á, síðan að því loknu tengirðu alla aftur.
Þetta virðist ennþá vera vandamál hjá mér. Windows virkar fínt þangað til maður byrjar í einhverju heavy forriti (tölvuleikjum, 3dmark o.fl.), en þá krassar hún semsagt, ekkert bsod og ekkert kernel memory dump nema stundum(ekki nærri því alltaf) er hægt að fá forced dump(ctrl + scroll lock x2), annars drepur þetta tölvuna oft strax. Þetta síendurtekna crash hefur nú eyðilagt raid arrayið mitt, þannig að maður er orðinn nett pirraður á þessu.
Þætti ágætt ef þú eða einhver gæti hjálpað mér að finna lausn á þessu.
Btw. það er svo erfitt að finna OS á liveCD sem er með heavy forrit sem gæti krassað tölvunni með sömu forsendum og windows gerir það(eins og 3dmark eða stóra tölvuleiki)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..