Þetta er mun betri lýsing :)
Það er svoldið erfitt að segja til um það… Ég býst við því að þú sért með ATX kassa (ATX = tölvan slekkur á sér sjálfkrafa > allar nýlegar tölvur, AT = þarf að ýta á takka til að slökkva > Pentium 1 og eldra).
Það gæti verið að þú sért með stillingu í BIOS að tölvan kveiki alltaf á sér ef þú ýtir á ákveðinn taka á lyklaborðinu og að sá takki sé fastur inni. Tölvur væla oft ef að takki er fastur inni (getur prufað að halda takka inni). Þú ættir samt að sjá það ef þú færir í notepad eða álíka… Athugaðu BIOS stillingar. Þar eru stillingar fyrir það hvað Power takkinn gerir, hvort hann kveikir og slekkur eða hvort hann “suspendar” eða restartar osfrv.
Ef þú átt aðra tölvu gætir þú líka prófað að skipta um Power supply. Ef þetta er ATX kassi er það ekki mikið mál. Bara nokkrar snúrur og skrúfur og allt fer bara á einn stað.
Varstu nokkuð að overclocka eða fikta í einhverjum öðrum stillingum?