Ég er með Aopen borð, bara þokkalega sáttur við það, Aopen borðin hafa verið þekkt fyrir það að leggja áherslu á það að gefa þau ekki út fyrr en þau eru alveg böggfrí (annað en sumir!) en ekki alveg lagt eins mikla áherslu á peformance. Þau eru rokkstabíl en hafa staðið sig lala í öllum samanburðartestum á samskonar borðum.
Þetta Dr.Voice sem kemur með borðinu er alveg hillarious, það virkar þannig að ef eitthvað er ekki að virka þegar tölvan startar sér þá lætur hún tölvuna haltera og í kassahátalaranum kemur rödd sem segir hvar vandamálið liggur, en málið er bara það að röddin er alveg óskiljanleg.
Hún segir “Your (nafnið á vandamálinu) may have a problem”
Ég hélt að hún hefði sagt CPU og var eitthvað að vesenast með hvort hann værir eitthvað gallaður en svo eftir að hafa hlustað og látið aðra hlustað á með mér þá fannst okkur hún frekar vera að segja “PCI”, og það var rétt, Sigma Hollywood kortið mitt fékk að fjúka og allt fór í gang. Gott að fá að vita nákvæmlega hvað er að en þetta tók örugglega nokkra klukkutíma að hlusta á þetta, svo óskýrt þetta var :)