Já, skjárinn brotnaði í fartölvunni minni gömlu fyrir meira en 2 árum. Ég veit að það er heví dýrt að skipta um skjá og ég hef ekkert tímt því enda er þetta ekkert spes tölva.
Hiiinsvegar er fullt af stöffi þarna inni, einsog tónlist og álíka, sem mig langar orðið heví í aftur. Lög sem enginn möguleiki er á að nálgast annars t.d.
Er nokkur leið til þess önnur en að skipta um skjá? Ég reyndi að tengja annan skjá við, en það þarf líklega að stilla það fyrirfram í tölvunni sjálfri því það eina sem ég hef náð á skjáinn er “Windows XP is loading” dæmið sem kemur alltaf allra allra fyrst áður en skjárinn verður svartur aftur.