Jæja, þá er maður búinn að eiga XPS M1530 í 11 mánuði og ég er bara mjög sáttur við hana, nema fyrir það hversu heit hún verður þegar maður spilar tölvuleiki á hana, um jólin sérstaklega, þegar maður var að spila hvað mest af tölvuleikjum.
En fyrir svona einum og hálfum mánuði var tölvan hætt að virka nema í svona 10 mín, án þess að vera tengd beint í rafmagn og ég fékk error message sem sagði “the battery is reaching the end of its useable life.”
En fyrir svona hálfum mánuði kom “your battery needs to be replaced” og ég er ekkert sáttur við það, því að ég hef farið einstaklega vel með batterýið;
Aldrei plöggað því nema það sé komið niður fyrir 50%,
Og ef ég stefni á að hafa tölvuna kveikta lengur en 4-6 tíma þá tek ég oftast batterýið úr.
Þannig að ég kenni því um að talvan var alltaf að ofhitna og spyr því hvort að það falli ekki undir ábyrgðina á batterýinu, sem er 1 ár?