Góðann daginn,
Nú er ég með Lenovo tölvu sem var keypt haustið 2006, hef ekki lent í veseni nema með batteríið þangað til sl. helgi þegar hún fór að drepa á sér upp úr þurru. Tók mismunandi tíma, frá því að ná ekki í Windows startup gluggan og þegar ég var að surfa netið eftir að hafa kveikt á henni í 10-20 mínútur. Félaga mínum grunaði að þetta væri viftan sem væri farin, en það var hætt að blása út á hliðinni þannig ætli það sé ekki líklegast. Þannig ef svo er, hvar er hægt að fá ferðatölvuviftur á Íslandi?