Er með fartölvu og ég var að spá þegar ég tengi fartölvuna við sjónvarpið með HDMI snúru, get ég ekki verið með kveikt á einhverju öðru í LCD skjánum á fartölvunni?
Er bara að tala um eins og þegar maður er með 2 tölvuskjái við borðtölvuna, þá getur maður verið með bíómynd á öðrum skjanum og verið á msn í hinum. Væri dálítið til í að setja einhverja mynd í sjónvarpið og vera á msn í fartölvunni á sama tíma.
Eina sem ég get valið er HDMI only, LCD only eða HDMI + LCD en þá er nákvæmlega sama mynd á báðum skjám.
Vonandi skilur einhver hvað ég á við.