já, þúrt að meina hvernig maður tengir lyklaborðið við tölvuna?
Fylgdu engar leiðbeiningar?
Allavega, ef það er svona flatt tengi á lyklaborðinu, þá er það USB, þá fer það í það port aftaná tölvunni sem það passar í.
Ef það er kringlótt þá er það PS2, þá fer það í það kringlótta port aftan á tölvunni sem er með mynd af lyklaborði hliðiná.
Ef þú ert með flatt tengi á lyklaborðinu og ekki með svoleiðis port aftaná tölvunni þá ertu ekki með USB á tölvunni. Þá er kannski hugsanlegt að fá USB->PS2 converter sem þú þá tengir lyklaborðið í.
Í sambandi við hugbúnaðinn: Þú ættir að klára að tengja lyklaborðið áður en þú byrjar að installera hugbúnaðinum.
Hann er oftast settur þannig upp að við það að setja geisladiskinn sem fylgdi með(ef svoleiðis fylgdi með), í geisladrifið. Þá ætti að starta automatic setup.
Ef það gerist ekki skaltu fara í my computer og tvísmella á geisladrifið. Þá gæti verið að setuppið starti. Ef ekki þá skaltu leita að annaðhvort “setup” eða “install” eða einhverju álíka.
Gangi þér allt í haginn :)<br><br>- - - - - - - - - - - - - -
<a href="
http://kasmir.hugi.is/izelord">Votre mère
</a