sko þetta er allt spurning um convertorana (þ.e. analog > digital) á hljóðkortinu sjálfu og á pci64 og slíku eru þeir bara alls ekki góðir
sb live á að vera skárra og Audigy á að vera mjög þögult kort, þ.e. lítið suð
svo er líka hægt að kaupa sér utanáliggjandi convertora sem tengjast annaðhvort í S/PDIF tengi (það eru þessi “digital” tengi sem eru annaðhvort optical eða venjulegt svona snúrutengi … það er eitt soleis á flestum útgáfum af sblive o.fl) eða í USB tengi beint … en ef þeir eru USB eru þeir eiginlega meira en bara “convertorar”, meira utanáliggjandi hljóðkort
eitt með sblive - það er hægt að ná betri árangri með utanáliggjandi convertora en sjálfa convertorana á sblive kortinu, þ.e. betri upptaka, en S/PDIF tengið á SBLive er *gallað* vegna lélegrar hönnunar á kortinu svo endilega varist það
USB græjur ku vera mjög sniðugar, suðfríar og fínar … Roland gera eina græju sem mér líst ansi vel á, mig minnir að hún heiti UA-30 … kíktu á www.usb-audio.com, þar einhverstaðar er listi af supported usb græjum fyrir þann hugbúnað (sem er sett af driverum til að nota usb audio tæki í cubase o.fl) og þær eiga allar að vera mjög fínar
ódýr lausn sem mér dettur í hug: Griffin Technologies iMic …
http://www.griffintechnology.com/audio/imic_main.html - hann kostar ekki sjitt og á að vera sæmilega góður … eini gallinn er að hann er framleiddur spes f. mac en það er víst alveg hægt að nota hann í windows … en það er smá svona fifferí með drivera
ultimate lausn dauðans: M-Audio Audiophile 2496 -
http://www.m-audio.com/products/m-audio/audiophile.php … þetta er MJÖG gott hljóðkort … ef þú ert að spá í að búa til tónlist líka er þetta Algjörlega það sem þig vantar … fæst í Tónabúðinni minnir mig að það heiti við Rauðarárstíg … eini gallinn er að það kostar 32 þúsund :) … en það tekur upp í 24 bitum við 96 kílórið … við erum að tala um SJÚK hljómgæði … DVD diskar eru í 24/96 … og öll review um þetta kort segja bara eitt: Sweet Sound
(ath … fyrst ég er farinn að tala um hljóðkort þá er audigy kortið EKKI alvöru 24/96 kort … kubburinn á því er 24/96 en hann er einungis notaður til að bæta hljómgæðin í 16 bita 48khz hámarksupptökugæðum kortsins … sem er reyndar gott útafyrirsig en þeir eru að ljúga að fólki engu að síður ;)
orðskýringar:
convertor = kubbur sem sér um að breyta stafrænu hljóði yfir í hljóðbylgjur eða öfugt … gæði kubbsins hefur ALLT að gera með hvernig hljóð inn og út úr kortinu hljómar … eða … tækinu sem inniheldur kubbinn ef við erum að tala um utanáliggjandi convertorabox … (ath.: flest “pro” hljóðkort eru með UTANÁLIGGJANDI boxi tengt í PCI kort til að minnka rafbylgjutruflanansuð … hafiði ekki heyrt í harða disknum ykkar vinna þegar þið eruð með hátt stillt á soundblasternum ykkar?)
bitadýpt (16, 24): hefur að gera með hvað tölvan notar “langar” tölur til að teikna stafrænt upp bylgjuformið … lengri tölur, meiri nákvæmni … hljóð í tölvum eru jú einusinni bylgjur teiknaðar upp með gífurlegum fjölda punkta … þannig að 24 bita hljóð er “dýpra” og maður greinir betur lág smáatriðahljóð djúpt í hljóð“landslaginu” … betra líka upp á það að ef hljóð er mjög lágt í upptöku nást mun betri gæði við hærri bitadýpt … þið getið séð muninn á þessu með því að gera gradient í photoshop skjali milli tveggja mjög líkra lita … bleikur og aðeins ljósari bleikur t.d. … hafa skjáinn í true color og skoða, fara síðan í 16-bita lit og sjá “hökin” sem myndast … þetta er það sama og gerist við hljóðupptöku)
upptökutíðni: hversu oft á sekúndu tölvan tekur stikkprufu af hljóðinu … því oftar, því nákvæmara … 44,1 khz á fræðilega séð að vera “nóg” til að ná inn öllum tíðnum sem mannseyrað getur numið en það heyrist samt munur uppp í 96khz (og uppúr, segja sumir) … svona blæbrigði og “flavor” kemst betur til skila …
þannig að … ef þú ert MIKIÐ að spá í svona upptöku þá ertu að leita þér að hljóðkorti sem hugsanlega ræður við 24bita upptöku, helst eitthvað hærra en 44,1 khz (þó er það ekki eins mikilvægt og bitadýptin) en þó AÐALLEGA er með gott dynamic range … sem er heildarmæld tala yfir það hversu vel kortið skilar hljóði … t.d. er Audiophile kortið sem ég mæli með hérna með “Dynamic Range: D/A 104.0dB (a-weighted), A/D 100.4dB (a-weighted)” sem þykir mjög fínt … eftir því sem ég er búinn að reikna út er maður sáttur í kringum 100dB … Audigy kortið er að skila svoleiðis tölum t.d. líka …
hvernig tengja? … hmm … segir nokkuð … sko ef þú ert að taka hljóðið beint út af plötuspilara er mjög lágt signal á því, en það getur verið að einhver hljóðkort ráði við að taka svoleiðis beint inn með því að stilla hversu mikið hún magnar upp merkið sem hún er að fá inn ÁÐUR en hún breytir því í stafrænt hljóð
ef ekki þarftu að magna það einhvernveginn upp … ég veit að það eru til lítil box sem þú tengir phono-level signal inn og færð uppmagnað “alvöru” signal út úr … ef þú átt góðan magnara getur hann gert þetta fyrir þig líka
annað atriði eru líka hvernig snúrur þú ert að nota … því þykkari því betri, því styttri því betri … en þó eru vissulega mörk fyrir því hvað er hægt að stytta þær og þykkja þannig að þú heyrir mun … bara ekki nota 20metra langar símasnúrur og þú ert í ágætismálum :)
vona að þetta hjálpi e-ð … eða … ÞAÐ ER EINS FREAKING GOTT AÐ ÞAÐ GERI ÞAÐ … tók mig korter að skrifa þetta helv. :D
hmm spá í að breyta þessu í grein … fá allavega einhver stig fyrir þetta ;)<br><br>-k-