Sko málin standa þannig aað eg keypti mér borðtölvu/turn í tölvutækni í lok þarsíðasta sumars. þannig tölvan er að verða eins og hálfs árs gömul. en allavega þá hefur aldrei verið vesen á þessari tölvu so far, fyrir utan e-r smá softwerevandamál en eg hef lagað þau samstundis.
en það gerist svo i gær þegar eg kem heim úr skólanum að þegar eg kveiki á tölvunni gerist allt eðlilegt en svona 3 sek eftir að eg kveiki þá slökknar á henni. ég reyni aftur og þá gerist ekki neitt.
þá tek eg tölvuna úr sambandi og rykhreinsa hana og hreinsa eð aðeins, og set hana svo aftur i samband og þá er hún eð svoldið treg að kveikja á sér en það kviknar þó á henni. þegar eg er búinn að tengja allt eins og það á að vera slökknar á henni bara allt í einu, eg tékka hvort að rafmagnið sé ekki í góðu standi og það er það, en það skrítna er að tölvan kveikir strax aftur á sér sjálfkrafa.
svo kviknar aftur á henni og eg fer í tölvuna svolítið um kvöldið og svo rétt áður en eg fer að sofa slekkur hún á sér aftur, og kveikir ekki aftur á sér sjálf. eg nenni ekki að reyna kveikja aftur á henni þar sem eg var nú á leiðinni í rúmið. svo þegar eg kem heim nuna i morgun vill hu´n ekki kveikja á sér, eða það gerist bara ekki neitt þegar ýti á takkann.
ég veit að þetta er langt og þið nennið liklegast ekki að lesa þetta , en þeir sem taka sér tímann í það getiði kannski ráðlagt mér hvað sé best að gera og hvað þið haldið að þetta sé?
er þetta aflgjafinn að gefa sig eða þarf að skipta um spennugjafa o.s.fv.
tölvan er líklegast enþá í ábyrgð hjá tölvutækni, eða eg mun komast að þvi þegar pabbi kemur heim á eftir, en eg keypti tölvuna fyrir minn pening og vill því alls ekki að hún sé að gefa sig eða strax.
fyrirfram þakkir
-haukur
Bætt við 9. janúar 2009 - 11:50
og jáa, eg man ekki nákvæmlega speccin á tölvunni, en hún var frekar góð miðað við sinn tíma.
hun er með nvidia 8800 gts skjákort. 2gb vandað vinnsluminni. intel dual core cpu minnir mig man ekki týpuna. 320 gb harddrive, og svo eð gigabyte moðurborð man ekki nákvæmlega hvernig.
ef ´það skiptir einhverju varðandi rafmagnið eða eð þá er eg að nota 2 skjái