Er nú ekki mikill snillingur í leikjatölvum.
Hef séð hjá nokkrum vinum PS3 og Xbox 360 tölvur tengda við skjái eða PC tölvur, þeir ýta á einhverja takka á skjánum - og hoppla! Kominn yfir í leikjatölvuna.
Hef síðan verið að velta fyrir mér hvort ég gæti tengt Wii tölvuna mína þannig eins. Ég tengdi hana í (þó alls ekki viss um hvort það hafi verið rétt uppsetning) en get ekki skipt yfir á einhvers konar “AV stillingu.”
Ef einhver kann og/eða hefur getað spilað á Wii í gegnum PC tölvuna/skjáinn, þá væri hjálp hans/hennar vel þökkuð.
Takk.