notaðiru forritið removeblaster? ef það virkaði ekki prófaðu aðra vírusvörn t.d antivirus, sem virkaði hjá mér þegar ég losnaði við þennan vírus, en ég er viss um að þetta er mismunandi í einstaka tilfellum svo þú þarft kanski bara að prófa þig áfram.
En ef ekkert virkar þá ráðlegg ég þér að formatta, enda mjög óþægilegt að vinna í tölvu sem hefur þennan vírus, og það er meira á bak við hann en bara þessi skjár, þannig að kreditkortanúmer, hardware í tölvunni og fleira gæti verið í hættu. Ef þú formatar þá geturu fært alla hluti sem þú villt geyma yfir á annan harðann disk eða notað eitthvað til þess að backa upp dótið sem þú villt geyma, ég ráðlegg þér samt að skanna allt sem þú færir yfir áður en þú gerir það og sleppir þeim hlutum (ég held það yrðu aðallega .exe fælar þar sem vírusinn virðist helst infecta þá fæla) sem eru infected.
Bætt við 19. desember 2008 - 23:32
Ef að glugginn sem telur niður og restartar svo tölvunni kemur á meðan þú ert að reyna að skanna tölvuna fyrir vírusum eða gera tölvuna tilbúna fyrir format þá ferðu í cmd, og skrifar shutdown -a eins og sá sem er fyrir neðan hér sagði þér að gera. Þetta mun slökkva á glugganum en ekki til lengdar, hann mun koma aftur eins og hann gerir.