Það eru komnar skemmdir í harða diskinn í lappanum mínum og ég ætla að kaupa mér nýjan.
Er að velta fyrir mér hvort það er einhver stór munur í endingu og höggþoli eftir framleiðendum?
Þarf að vera 2.5“ IDE (PATA) og ég hugsa að 160GB henti ágætlega.
Endilega commentið ef þið þekkið til eða hafið reynslu af mismunandi diskum, s.s. WD, Samsung, Hitachi, Fujitsu, Toshiba
Ég held að Seagate séu ekki með 2.5” IDE (PATA) diska.