Er hérna með tölvu og einn daginn ákvað aflgjafinn að fara í henni, hann var 420W & ég ákvað að redda mér öðrum og fann einn ódýran en hann var 410W. Ég hélt að það skipti litlu máli þarsem að það er lítill munur á milli, svo ég tengdi allt og allt í fína hún hrekkur í gang. Svo svona 30min eftir að hún er búin að vera í gangi fæ ég BSOD og hún slekkur á sér. Eftir það get ég aðeins startað henni í nokkrar mín þá annaðhvort restartar hún sér & lætur ekkert vita eða gefur mér BSOD.
Það sem ég var að spá gæti þetta verið útaf því að ég setti öðruvísi aflgjafa í en upprunalega var í henni eða gæti þetta verið eitthvað software tengt? Ætti ég að prufa að formatta og sjá hvað gerist?