Þú getur nú bara sjálfur leitað eftir þessu ef að þú hefur áhuga, tölvulistinn seldi t.d. acer skjái sem að voru 100hz en þeir voru með sjónvarpsmóttakara þannig að þeir féllu undir aðra tollalöggjöf en venjulegir lcd skjáir og voru þarafleiðandi rúmlega helmingi dýrari.
Ég sé t.d. marga 17" 100hz skjái í vinnunni hjá mér og svo sé ég marga myndvinnslukappa sem að eru með þá, hefur þér dottið í hug að það sé ekki almennt verið að selja 100 riða skjái í tölvuverslunum og þessvegna sé hann að auglýsa hér eftir skjánum ?