ABIT móurborð eru misjöfn. Þeir gáfu til að mynda út besta BX móðurborðið sem nokkurntíma kom út. Síðan þá hafa móðurborðin verið mjög misjöfn.
Bestu móðurborðin þeirra í seinna tíð hafa verið TH7 II(1&2, Intel 850, f. P4), KG7 (AMD 760, án RAID, f. AMD) og KR7 (VIA 266A, án RAID, f. AMD). Þessi borð eiga það öll sameiginlegt að vera dýr, troðfull af möguleikum, og ágætlega stabíl. KG7 er með frekar slappa þétta við rafmagnsinntakið en það er frekar auðvelt að laga og KR7 er ekki gott með mörgum PCI kortum í einu (hám. 3 að mínu áliti).
QDI er að því sem ég heyri með slöppustu framleiðendum.