GA-P35-DS3R
GF 8800GTS 512mb
2GB DDR2 1066mhz
Intel C2D E6850 3.0ghz
650W aflgjafa
og svo ágætis kassa með mælum framan á..
En málið er bara það að tölvan er að frjósa í 2-3 sek í einu, og gerir það þangað til ég slekk og kveiki aftur, ef ég reboota, þá startar hún sér ekki upp. Þarf að slökkva og kveikja.. þetta er ekki alltaf að koma fyrir, en búið að ske núna á viku fresti í ca 3 vikur. Eða eftir að félagi minn tók tölvuna mína með sér hingað út til DK þar sem ég er. Ég var svo heimskur að láta koma henni fyrir í ferðatösku og kassinn beyglaðist ágætlega líka, og það getur verið að eitthvað hafi vankast.. járnin aftan á kassanum eru beygluð líka, þar sem kortin koma út. En allt inni í tölvunni virðist vera í lagi, ekkert hægt að sjá neitt.. Nema kæliviftan fyrir örrann, hún færðist eitthvað til.. og ég þurfti að skítamixa aðeins svo hún myndi virka og núna snýst hún alveg eins og hún gerði. En getur þetta verið örrinn? Að hann fái ekki næga kælingu, hitamælirinn er alveg á góðum stað samt. En þetta er problem!
...