Ég er að vesenast í tölvu hérna og fæ nokkur furðuleg villuskilaboð:
Í Floppy seek'inu kemur “Floppy Fail (C0)”. Ég smelli á F1 (“ignore”) og held áfram og beint fyrir neðan “upplýsingatöfluna”, þar sem yfirleitt stendur “Starting Windows 98…” fæ ég skilaboðin “Unknown Flash Type”. Ég kemst í Windows en þar virka com portin ekki og þar af leiðandi ekki músin.
Kannast einhver við þetta?
- Shuttle Spacewalker HOT-597P (AT móbó)
- 500MHz AMD K6-2
- 128Mb SDRAM (133MHz @ 100Mhz), 16Mb EDO RAM (2x8Mb)
- 20Gb Samsung 5400rpm (keyrir á DMA33)
- SoundBlaster 16 (ISA)
- Eitthvað 33.6 módem (ISA)
- ATI PCI skjákort
- Eitthvað 8x geisladrif
Ég er búinn að rífa allt úr nema það nauðsynlegasta til að útiloka “hardware conflict”, reyndi að updatea BIOSinn (fékk villuboðið: “Unknown Flash Type”!!!), hreinsa CMOSinn, nota default stillingar, auðvitað formatta, FDiska, snúa floppy köplum á alla kanta, skipta um floppy drif og kapla, hafa bara EDO minnið, bara SDRAM minnið (þá fór hún ekki í gang)…
Hjálp, áður en ég sendi þessa tölvu á sporbraut!