EKKI KAUPA ÞESSA TÖLVU!
Dell eru mjög góðar fartölvur og allt það en EJS er því miður með umboðið og hefur verðlagt sig alveg útúr kortinu hérna. Ekki borga 150 þúsund kall fyrir eitthvað sem þú getur fengið á 100 þúsund kall annarsstaðar. Eða þá borgað það sama en fengið mun öflugri tölvu.
Sem dæmi er þessi vél hér:
http://www.kisildalur.is/?p=2&id=85815 þúsund kalli ódýrari en dell vélin.
Aðeins öflugri örgjörvi.
Margfalt öflugra skjákort sem gæti vel keyrt t.d. cod 4 í góðum gæðum ólíkt dótinu sem er í dell vélinni.
7200RPM 200GB diskur, sem sækir gögn slatta hraðar en 5400RPM 120GB diskurinn í dell vélinni þannig að “loading” tímar eru vel styttri.
Engir íhlutir eru kraftminni eða lakari en á dell vélinni.
Ef eitthvað bilar standa kísildalsmenn alltaf við ábyrgð og eru með fullkomna þjónustu.
Þessi hér vél er mjög svipuð í afli og dell vélin:
http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=view&flo=product&id_top=247&id_sub=3230&topl=245&page=1&viewsing=ok&head_topnav=LAP_PB_MH35-U-169Græjan er frá packard bell sem er, ásamt dell, bestu fartölvumerkin sem þú færð á íslandi.
Meira en tvöfalt stærri harður diskur: 250GB.
50 Þúsund kr ódýrari.
Þetta spilar wow mjög auðveldlega en laggar mikið í cod 4 útaf skjákortinu.
Ef þú vilt endilega vera að eyða svona miklu í fartölvu þá gætiru alveg eins eytt 20 þúsund kalli meira og fengið eina öflugustu fartölvu á íslenskum markaði:
http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=view&flo=product&id_top=247&id_sub=3205&topl=245&page=1&viewsing=ok&head_topnav=LAP_PB_MT85-T-149Það sem stendur þarna í auglýsingunni er mjög svo satt. Sambærileg vél frá EJS kostar vel yfir 250 þúsund.
Ekki láta taka þig í rassgatið þótt þú “vitir ekki rassgat um tölvur”.