Ég er búinn að vera með gömlu týpuna af IBM (75 GXP) síðan í sumar og ekkert klikk búið að gerast hjá mér, en aftur á móti er félagi minn, sem er búinn að vera með 60 GXP (nýju týpuna) síðan í haust, búinn að vera að lenda í veseni með sinn disk.
Ég vissi reyndar ekki um þetta dæmi með 75 GXP fyrr en soldið eftir að ég var búinn að kaupa minn disk. Hefði sennilega ekki keypt hann ef ég hefði vitað… en ég hef samt ekkert upp á hann að kvarta.
Ég er búinn að vera að skoða þessa diska og mér sýnist á öllu að þeir séu á svipuðu verði, þ.e. ef þú tekur 60 GB, 80 GB IBM eru dýrari, og IBM eru með minni average seek time (8,5 ms á móti 8,9 ms - kannski ekki mikill munur, en samt…)