Ég er nýbúinn að setja upp Windows XP hjá mér, og þá fóru frekar skrítnir hlutir að gerast …
Ég náði í nýjustu driverana hjá Matrox og allt í góðu. En skjámyndin á það til að verða öll rugluð allt í einu, yfirleitt eftir ekki meira en c.a 20 mín notkun og þá er eina leiðin að restarta tölvunni til að fá það rétt. Stundum frýs hún alveg við þetta og stundum ekki. “Ruglunin” er svona svipuð og að horfa á stöð 2 án afruglara …. mjög skrítið. Ég er búinn að prufa c.a 3 sett af driverum, þar á meðal WHQL certified drivera frá Microsoft en þetta gerðist samt. Ég er viss um að þetta sé driveramál, vegna þess að eftir að ég reboota eftir svona tilvik þá segir Windowsið að grafík driverinn hafi klikkað og það sé semsagt hann sem olli þessu.
Núna er ég reyndar með default G400 drivera innstallaða sem koma með Windows XP og þetta virðist ekki vera vandamál lengur, amk. er ég búinn að nota hana núna í c.a 2 tíma án vesens. Þessir driverar eru samt ekki nógu góðir, bjóða ekki upp á neitt tweak eða Dual head o.sv.frv.
Er einhver þarna með G400 og XP sem getur sagt mér hvaða drivera hann er að nota?